Hraðbankanum á Stöðvarfirði lokað

Landsbankinn hefur ákveðið að loka hraðbanka sínum á Stöðvarfirði og þess í stað samið við eigendur Brekkunnar, veitingastaðar og verslunar í bænum, um reiðufjárþjónustu fyrir íbúa og ferðamenn.

Íbúasamtök Stöðvarfjarðar eru ósátt við þetta og hafa sent bankanum mótmælabréf. Málið var einnig tekið fyrir í bæjarráði Fjarðabyggðar á dögunum. Þar er tekið undir með íbúasamtökunum, það sé með öllu óásættanlegt að ekki skuli vera hraðbankaþjónusta á Stöðvarfirði.

Þá er einnig bent á að hraðbankinn á Eskifirði hafi verið lokaður en skv. upplýsingum bankans komu upp ítrekaðar bilanir í hraðbönkunum á Eskifirði og Stöðvarfirði. Sá síðarnefndi var úrskurðaður ónýtur og á Eskifirði er verið að leita að húsnæði undir nýjan hraðbanka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert