Rannsóknarlögreglan tekin við brunavettvangi

Slökkvi­starfi er lokið í iðnaðar­hús­næðinu við Vest­ur­vör 30B í Kópa­vogi, þar sem eldur kom upp í nótt, og fékk rannsóknarlögreglan aðgang að brunavettvanginum nú klukkan 11.30.

Formlegu slökkvistarfi lauk um klukk­an hálf­átta í morg­un, en nokkr­ir slökkviliðsmenn urðu eft­ir á staðnum á bruna­vakt til að ganga frá og slökkva í glæðum sem talið var að leyn­st gætu í hús­inu. 

Eldsupptök eru ókunn.

Miklar skemmdir urðu á húsinu.
Miklar skemmdir urðu á húsinu. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert