Rofar aðeins til í sölu til Nígeríu

Tekist hefur að selja lítils háttar af þurrkuðum fiskhryggjum og hausum til Nígeríu upp á síðkastið, að sögn Matthíasar Magnússonar, framkvæmdastjóra Háteigs ehf. í Garði.

„Þetta felst í því að lækka verðið niður úr öllu valdi. Það selst ekkert öðru vísi.“ Matthías sagði að þeir ættu töluverðar birgðir, þrátt fyrir að hafa dregið mjög mikið úr fiskþurrkuninni. En hvernig er staðan í greininni heilt yfir?

„Mönnum gengur misvel að selja. Sumum gengur bara ágætlega og öðrum ekki neitt og allt þar á milli,“ segir Matthías í umfjöllun um skreiðarútflutninginn í Morgunblaðinu í dag. Hann telur að þeir hjá Háteigi séu einhvers staðar fyrir ofan meðallag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert