Taka þátt í orkubreytingu Cornell

Cornell háskólaþorpið er fjölmennt.
Cornell háskólaþorpið er fjölmennt. Cornell university

Íslenskt fyrirtæki, GRP, tekur þátt í því verkefni Cornell-háskóla í Bandaríkjunum að taka upp endurnýjanlega orkugjafa og nýta á sjálfbæran hátt í háskólaþorpinu í Íþöku.

Stjórnendur orkumála í háskólanum hafa hrifist af framsýni Íslendinga og nota Ísland sem fyrirmynd að breytingunum.

Jarðefnaeldsneyti er notað til að hita upp húsin og framleiða rafmagn. Ætlunin er að bora 4-5 kílómetra djúpar holur til að sækja heitt vatn og leggja hitaveitu um þorpið. Þá er ætlunin að nota vindorku, sólarorku og vatnsafl til að framleiða rafmagn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert