Snæfríður og Kópavogsbær ná sátt

Snæfríður Ingadóttir með Ragnhildi móður sinni.
Snæfríður Ingadóttir með Ragnhildi móður sinni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Forráðamenn Snæfríðar Ingadóttur og Kópavogsbær hafa náð sátt í dómsmáli sem foreldrarnir höfðuðu gegn Kópavogsbæ. Eins og mbl.is fjallaði um í dag snerist málið um þá ákvörðun bæjarins að synja Snæfríði, sem er með sjaldgæfan augnsjúkdóm og skilgreind lögblind, um þá ósk að fá sams konar leigubílaþjónustu og nágrannasveitarfélögin bjóða upp á.

Frétt mbl.is: Höfðar mál gegn Kópavogsbæ

„Sáttin gerir ráð fyrir því að Kópavogsbær setji á laggirnar tilraunaverkefni sem tekur mið af þjónustuþörf Snæfríðar með öðruvísi hætti en sú þjónusta sem Kópavogsbær hafði áður boðið. Reynslan af tilraunaverkefninu mun nýtast Kópavogsbæ til að útfæra fjölbreyttari leiðir að þjónustu við þann hóp sem þarf að ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra, en til stendur að bjóða út rekstur ferðaþjónustu fatlaðra síðar á árinu. Samkomulagið er liður í viðleitni Kópavogsbæjar til þess að mæta ólíkum þörfum í þjónustu sinni við Kópavogsbúa,“ segir í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert