Líklega sjálfsíkveikja í Kópavogi

Eldurinn kviknaði aðfaranótt þriðjudags.
Eldurinn kviknaði aðfaranótt þriðjudags. mbl.is/Ófeigur

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði í Vesturvör í Kópavogi aðfaranótt þriðjudags hefur leitt í ljós að allar líkur eru á að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða.

Tilkynning um eldinn barst lögreglu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina, en mikið tjón varð í brunanum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Eins og greint var frá á mbl.is kom mikill eldur upp í húsnæði lyftaraþjónustunnar Hraðbergs við Vesturvör í Kópavogi. Til­kynn­ing barst um eld í hús­næðinu kl. 3:08 aðfaranótt þriðjudags. Allt til­tækt lið slökkviliðsins var sent á staðinn og auka­mann­skap­ur síðan kallaður út. Allt í allt voru um fjöru­tíu slökkviliðsmenn kallaðir út vegna elds­ins.

Einn maður var í hús­næði Hraðbergs þegar eld­ur­inn kom upp en komst út ómeiddur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert