Ris alræðislegrar hugmyndafræði

Storhaug ræddi við blaðamann um nýjustu bók sína, sem hefur …
Storhaug ræddi við blaðamann um nýjustu bók sína, sem hefur verið umdeild hér á landi sem erlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sem við sjáum núna í Vestur-Evrópu er ris alræðislegrar hugmyndafræði sem á rætur sínar í íslam.“

Þetta segir Norðmaðurinn Hege Storhaug, höfundur bókarinnar Þjóðaplágan íslam, sem nýlega kom út hér á landi og er ofarlega á metsölulistum bókaverslana. Í samtali í Morgunblaðinu í dag bætir hún því við að hún eigi ekki við trúarbrögðin í heild sinni.

Hún segir að tvær ólíkar hliðar séu á íslam sem hún rekur til tveggja ólíkra æviskeiða Múhameðs. Frá Medína hafi hann breitt út trúna með ofbeldi. „Sú stefna sem hefur náð völdum í moskum súnní- og sjítamúslima, og einnig náð fótfestu í Evrópu, er sú hin sama og varð til í Medína,“ segir Storhaug. Það sé alræðisstefna okkar tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert