Skoðar dauðsföll vegna lyfjaeitrunar

Hundruð einstaklinga eru lögð inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrana á …
Hundruð einstaklinga eru lögð inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrana á hverju ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti landlæknis fékk í fyrra 34 andlát til skoðunar þar sem líkur eru á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar og leiddi athugun í ljós að í mörgum tilfellum höfðu hinir látnu ekki fengið lyfin ávísuð sjálfir.

„Mikið af ávanabindandi lyfjum sem læknar ávísa ratar á svartan markað vegna þess að einstaklingar gera sér upp veikindi til að fá lyf til að selja,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlækni, í umsögn til Alþingis við þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um lyfjastefnu til ársins 2020.

Ólafur segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að menn horfi upp á annan veruleika hér á landi en í nágrannalöndunum ,,vegna þess að læknalyf eru tengd alvarlegri misnotkun í miklu meiri mæli hér en virðist vera annars staðar“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert