Hyggst hætta sem rektor MR

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. mbl.is/Golli

Yngvi Pétursson hyggst láta af störfum sem rektor Menntaskólans í Reykjavík síðar á þessu ári en í ræðu sinni á skólaslitum skólans í dag sagði hann að þetta yrðu hans síðustu skólaslit.

Yngvi staðfestir í samtali við mbl.is að hann láti af störfum síðar á árinu en ekki liggi fyrir hvenær.

Yngvi tók við starfi rektors árið 2001 en áður hafði hann sinnt störfum konrektors skólans. Hann hóf störf sem kennari við MR árið 1972.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert