Hvatti nemendur til þátttöku í lýðræðinu

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Verzlunarskólanum var slitið í 111. sinn í dag og 296 nemendur útskrifaðir af því tilefni, 182 stúlkur og 114 piltar. Þar af sex nemendur með stúdentspróf úr fjarnámi skólans. Í ræðu sinni til útskriftarnema minnti Ingi Ólafsson skólastjóri nemendur á að lýðræðislegur atkvæðisréttur er ekki sjálfsagður og hvatti nemendur til þess að taka virkan þátt í lýðræðissamfélaginu og nýta atkvæðisrétt sinn í þeim kosningum sem fram undan eru.

Dúx skólans er Ísak Valsson með einkunnina 9,7 en hann er jafnframt fulltrúi skólans í Ólympíuleikum í eðlisfræði. Semi-dúx er Jóhannes Aron Andrésson með einkunnina 9,4. Ísak hlaut alls 600 þúsund króna námsstyrk úr Aldarafmælissjóði Verzlunarskóla Íslands auk bókaverðlauna og Jóhannes hlaut 300 þúsund króna styrk auk bókaverðalauna. Samtals var úthlutað 1,7 milljónum króna úr sjóðnum að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert