Réttindalaus og undir áhrifum

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var að auki ökuréttindalaus. Maðurinn var stöðvaður á Breiðholtsbraut við Norðlingaholt og færður á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku.

Um kl. 7.30 í morgun var tilkynnt um innbrot í skóla í hverfi 105. Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 108 um kl. 10.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert