Skaða sig vegna vanlíðunar

Engar íslenskar rannsóknir eru til á umfangi þess að börn …
Engar íslenskar rannsóknir eru til á umfangi þess að börn og ungmenni skaði sjálf sig. mbl.is/Golli

Börn allt niður í 12 ára sýna sjálfsskaðandi hegðun með því að skera sig og brenna, en það er leið sumra barna og unglinga til að bregðast við miklum tilfinningavanda.

Þetta segir Ágústa Ingibjörg Arnardóttir sálfræðingur. Hún segir að um helmingur þeirra barna og ungmenna sem til hennar leita skaði sig. „Þau eru að umbreyta andlega sársaukanum í líkamlegan,“ segir hún í umfjöllun um framferði þetta í Morgunblaðinu í dag.

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á umfangi þessa vanda, en ný dönsk rannsókn, sem gerð var af barnaverndarráði Danmerkur, sýnir að 22% danskra 9. bekkinga skaða sjálf sig. Ágústa segir að þessar tölur gætu vel átt við um Ísland, ekki sé ólíklegt að umfangið sé svipað hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert