Mótmælendur ávörpuðu þingmenn

Frá mótmælunum í innanríkisráðuneytinu fyrr í dag.
Frá mótmælunum í innanríkisráðuneytinu fyrr í dag. mbl.is/Andri Steinn

Mótmælendur, sem höfðu safnast saman á þingpöllum Alþingis fyrr í kvöld, ávörpuðu þar þingmenn og hvöttu þá til þess að nýta fyrirspurnatíma á morgun til þess að spyrjast fyrir um vinnubrögð Útlendingastofnunar í máli Eze Okafor.

Mótmælendur voru á þingpöllunum í um klukkutíma, en áður höfðu þeir mótmælt í anddyri innanríkisráðuneytisins.

Það voru vinir Eze og samtökin No Borders Iceland sem stóðu fyrir mótmælunum.

Frétt mbl.is: Mótmæla á þingpöllum

Í tilkynningu frá No Borders Iceland segir að lagaleg staða Eze í Svíþjóð sé sú að honum hafi verið neitað um málsmeðferð og sagt að hann verði sendur beinustu leið til Nígeríu við fyrsta tækifæri.

„Þetta undirstrikar ábyrgð íslenskra stjórnvalda þar sem mannréttindalög, þar á meðal flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmáli Evrópu auk samnings SÞ um pyntingar, kveða skýrt á um að ekki megi vísa einstaklingi til baka þangað sem líf einstaklings er ótryggt,“ segir í tilkynningunnni.

Vinir Eze og No Borders Iceland undirstrika kröfu sína um að brottvísun verði dregin til baka og málsmeðferð Eze verði skoðuð.

Hér má heyra einn úr hópi mótmælenda ávarpa þingmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert