Ráðinn kosningastjóri Pírata

The Icelandic Pirate Party logo.
The Icelandic Pirate Party logo. Ljósmynd/piratar.is

Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir komandi þingkosningar. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar fyrir þingkosningarnar 2009.

Jóhann er menntaður sem endurskoðandi og lauk meistaraprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School. Auk þess hefur hann vottun sem verkefnastjóri. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra bæði hjá upplýsingafyrirtækinu WEDO og Iceland Travel hf, að því er segir í fréttatilkynningu.

Hann starfaði sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsbanka og Skýrr h/f og þá hefur hann einnig starfað sem verkefnastjóri hjá Danske Bank.

Í tilkynningunni segir að Jóhann hafi mikinn áhuga á að takast á við þetta krefjandi verkefni í samstarfi við kraftmikinn hóp Pírata.

„Framkvæmdaráð býður Jóhann hjartanlega velkominn til starfa og væntir ánægjulegs samstarfs í kosningabaráttunni fram undan,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert