Loka stæði við Flosagjá

Flosagjá Margir ferðamenn sækja Þingvelli heim á ári hverju.
Flosagjá Margir ferðamenn sækja Þingvelli heim á ári hverju. mbl.is/Ómar Óskarsson

Yfirvöld í Þingvallaþjóðgarði stefna að því að loka bílastæðinu við Flosagjá, sem einnig er oft kölluð Peningagjá. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir í samtali við Morgunblaðið að það sé gert vegna tilmæla UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

„Við ætlum að verða við þessum tilmælum UNESCO og loka þessu bílastæði. Við áformum að það verði eingöngu opið fötluðum, öldruðum og þeim sem eru hreyfihamlaðir.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur, að frá áramótum hafi það nokkrum sinnum gerst að olía hafi lekið úr ferðaþjónustubílum og farið ofan í Flosagjá. „Við viljum því loka stæðinu af umhverfisástæðum en einnig til að bæta ásýnd þjóðgarðsins. Þegar staðið er uppi á barmi Almannagjár eru bílljósin blikkandi víða og þetta stæði blasir þar við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert