„Hann er miklu betri en gamli karlinn“

Óskar Gísli Kvaran er fimm ára gamall og ánægður með …
Óskar Gísli Kvaran er fimm ára gamall og ánægður með nýja forsetann. mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

Mik­ill mann­fjöldi kom sam­an við heim­ili Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, ný­kjör­ins for­seta Íslands, við Tjarn­ar­stíg á Seltjarn­ar­nesi í dag. mbl.is tók púlsinn á fólki og spurði það út í nýkjörinn forseta.

Óskar Gísli Kvaran

Óskar Gísli Kvaran er fimm ára gamall og líst vel á nýja forsetann. Honum fannst gott að koma að heimili Guðna á Seltjarnarnesi í dag og berja forsetann augum. Spurður hvort hann hefði viljað fá einhvern annan í embættið en Guðna sagði Óskar Gísli: „Nei, hann er miklu betri en gamli karlinn sem er.“ Þá var Óskar Gísli ekki spenntur fyrir því að flytjast sjálfur á Bessastaði og tjáði blaðamanni að hann vildi bara búa þar sem hann býr núna.

mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

Jóhanna Rútsdóttir og Sólveig Theódórsdóttir

„Mér líst alveg afskaplega vel á nýjan forseta. Ég hefði verið sátt við nokkra aðila en Guðni var minn fyrsti kostur og sá besti að mínu mati, þótt það hafi verið margir mjög frambærilegir í framboði,“ segir Jóhanna Rútsdóttir.

Sólveig Theódórsdóttir er einnig ánægð með nýja forsetann og ekki síst nýju forsetafrúna og barnahópinn. „Það kom ekki neitt annað til greina en að koma hingað í dag og fagna með þeim,“ segir Sólveig.

Jóhanna telur að Guðni muni sóma sér vel í embættinu og var ánægð með samkomuna í dag. „Þetta er fallegur dagur og gaman að heiðra hann með þessum hætti. Þetta lofar afskaplega góðu og hann mun sóma sér vel í þessu embætti.“

Að lokum bætir Sólveig því við hversu skemmtileg tilviljun það sé að Guðni eigi einnig afmæli í dag. „Það er alveg sérlega skemmtilegt og hentaði vel.“

Systurnar Ásdís Erna Indriðadóttir og Hildur Þurí Indriðadóttir eru skyldar …
Systurnar Ásdís Erna Indriðadóttir og Hildur Þurí Indriðadóttir eru skyldar nýja forsetanum. mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

Ásdís Erna Indriðadóttir og Hildur Þurí Indriðadóttir

Systrunum Ásdísi Ernu Indriðadóttur og Hildi Þurí Indriðadóttur líst afar vel á nýja forsetann. Blaðamaður mbl.is náð tali af þeim systrum rétt eftir að þær höfðu rætt við Guðna, sem er einnig frændi þeirra, þó nokkuð fjarskyldur. „Hann var bara mjög næs og spurði okkur hvað við hétum,“ segir Hildur Þurí.

Systrunum fannst gaman að koma að heimili Guðna í dag og fagna honum í embætti en voru sjálfar þó ekkert sérstaklega spenntar fyrir því að búa á Bessastöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert