Búist við þúsundum á Arnarhól í kvöld

Ingólfstorg var sprungið vegna áhuga Íslendinga og erlendra ferðamanna á …
Ingólfstorg var sprungið vegna áhuga Íslendinga og erlendra ferðamanna á landsleikjum Íslands á EM. mbl.is/Árni Sæberg

Búist er við 10 til 15 þúsund manns á Arnarhól í Reykjavík í dag þar sem leikur Íslands og Englands verður sýndur á risaskjá.

Mikið var þrýst á aðstandendur EM-torgsins að færa leikinn á stærra svæði þar sem Ingólfstorg var sprungið vegna áhuga Íslendinga og erlendra ferðamanna á landsleikjum Íslands á mótinu. Um 4 þúsund manns mættu á leiki Íslands á Ingólfstorgi í riðlakeppninni.

Haraldur Daði Ragnarsson hjá Manhattan-markaðsráðgjöf, sem sér um framkvæmd EM-torgsins, sagði að hafist yrði handa strax nú í morgun við að setja upp risaskjáinn á Arnarhól. Því fylgi mikið umstang en loka þarf götum vegna samkomunnar.

EM-torgið sjálft verður á sínum stað á Ingólfstorgi fyrri part dagsins en þegar leikur Íslands hefst klukkan sjö síðdegis verður slökkt á skjánum þar þannig að allir safnist saman á Arnarhóli. EM-stofan verður í beinni útsendingu á Arnarhóli fyrir leik og býst Haraldur Daði við mikilli stemningu frá íslensku stuðningsmönnunum, m.a. stuðningsmannasveitinni Tólfunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert