Skúrir í flestum landshlutum

Skúrir og rigning einkenna veðrið í dag og á morgun.
Skúrir og rigning einkenna veðrið í dag og á morgun. mbl.is/Eggert

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt og skúrum í flestum landshlutum í dag en þokkalega mildu veðri. Kólna á í veðri, einkum á norðanverðu landinu á morgun þegar svöl norðanátt kemur inn á landið sem færir með sér rigningu.

Spáð er suðlægri átt, 3–8 m/s, og sums staðar dálítilli rigningu eða súld í dag. Þegar líður á daginn verður hins vegar suðaustlæg eða breytileg átt, 3–10 m/s og skúrir í flestum landshlutum. Úrkomuminna í nótt, en norðlæg og síðar breytileg átt 3–10 með rigningu í fyrramálið fyrir norðan. Hvassari norðanátt á Vestfjörðum. Allvíða skúrir sunnan til. Hægari austlæg átt annað kvöld og dálítil væta. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustan til í dag, en S-lands á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert