Tvö þúsund snæddu íslenskan þorsk

Á Evróputorginu fyrir framan ráðhúsið í París bauð matvælasvið Íslandsstofu …
Á Evróputorginu fyrir framan ráðhúsið í París bauð matvælasvið Íslandsstofu 2.000 manns upp á að smakka íslenskan þorsk.

Árangur Íslands á Evrópumótinu í fótbolta hefur ekki farið framhjá umheiminum en fréttir tengdar íslenska landsliðinu voru um tíma efstar á lista hjá Google Trends yfir svokallaðar „trending stories“. Fréttir af væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu tóku svo við keflinu.

Erfitt er að setja verðmiða á landkynninguna sem Ísland hlýtur í kringum EM að sögn Íslandsstofu en fréttirnar um landið eru flestar jákvæðar, sem var ekki endilega tilfellið þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. „Við erum að upplifa langmestu google-leitar fyrirspurnir síðan 2010. Við erum komin upp í 45% af þeirri umferð sem var í gangi þá,“ segir Kristinn Björnsson, verkefnastjóri á sviði matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðs hjá Íslandsstofu.

Kristinn og hans svið hefur nýtt mótið mjög vel. Fyrir leikinn gegn Portúgal var Íslandsstofa í samstarfi við einn stærsta íþróttamiðil landsins þar sem átti að tippa á rétt úrslit. Í verðlaun voru 25 kassar af hágæða íslenskum saltfiski en Portúgal er einn aðalmarkaðurinn fyrir íslenskan saltfisk.

Á Evróputorginu fyrir framan ráðhúsið í París hefur matvælasvið Íslandsstofu verið með aðkomu og meðal annars boðið 2.000 manns upp á að smakka íslenskan þorsk yfir tvo daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert