Óska eftir rökstuðningi dómara

Hulda Björk Þóroddsdóttir
Hulda Björk Þóroddsdóttir

Fjölskylda Huldu Bjarkar Þóroddsdóttur, sem lést í svifvængjaflugi skammt frá borginni Zurich í Sviss fyrir þremur árum, óskar í dag formlega eftir rökstuðningi dómara fyrir sýknun í máli hennar gegn leiðbeinanda Huldu Bjarkar.

Thom­as Kühne var ákærður fyrir manndráp af gáleysi af saksóknara í Sviss. Hann er eigandi flugskólans Roba­ir Paragliding GmbH. Hjónin Hulda Björk og Jared Evan Bibler voru ásamt hópi annarra á skipulagðri æfingu í svifvængjaflugi um miðjan júlímánuð árið 2013. Þau voru í skólanum til að afla sér leyfis til svifvængjaflugs í Sviss.

Á lokaæfingu undir stjórn leiðbeinanda lenti Hulda Björk í aðstæðum sem hún réð ekki við og náði varafallhlíf ekki að draga nægilega úr falli hennar til jarðar. Var hún látin þegar að var komið.

Allt að tvo mánuði getur tekið að fá rökstuðning dómara. Eftir að hann liggur fyrir hefur fjölskyldan tíu daga til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað.

Fréttir mbl.is um málið:

Kennari Huldu Bjarkar sýknaður

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Lést í svifvængjaflugi í Sviss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert