Skattakóngalisti birtur á morgun

Álagningarskrár verða lagðar fram á skrifstofum ríkisskattstjóra.
Álagningarskrár verða lagðar fram á skrifstofum ríkisskattstjóra.

Ríkisskattstjóri mun á morgun klukkan 9:30 birta leggja fram álagningarskrár Íslendinga á skrifstofum embættisins. Á sama tíma verður tilkynnt um hæstu gjaldendur landsins, eða skattakónga landsins.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við mbl.is að þótt fólk geti komið og skoðað skrárnar sé venjan sú að fáir nýti sér það. Segir hann fjölmiðlamenn þá sem helst komi, en undanfarin ár hafa nokkrir fjölmiðlar birt lista yfir skattgreiðendur eftir starfsstéttum.

Í dag birti ríkisskattstjóri álagningu einstaklinga á svæði hvers skattgreiðanda á skattur.is. Inn­eign ein­stak­linga, s.s. vaxta­bæt­ur, barna­bæt­ur og of­greidd staðgreiðsla, verður greidd inn á banka­reikn­inga á föstu­dag­inn, 1. júlí nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert