Slepptu leiknum fyrir stofnæðahjól

Á myndinni sjást þeir Dagur Jónsson og Jón Einar Guðlaugsson …
Á myndinni sjást þeir Dagur Jónsson og Jón Einar Guðlaugsson í stofnæðahjólinu. Ljósmynd/Arnold Björnsson

„Þetta var alveg ofboðslega gaman. Það kom reyndar á óvart hvað það var mikil umferð, hún var meiri en við bjuggumst við,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem stóð fyrir stofnæðasamhjóli síðastliðinn mánudag þegar leikur Íslands gegn Englandi fór fram á EM.

Hann segir það hafa verið afar þægilegt að geta tekið sprettinn alveg frá Höfðabakkabrúnni að Ánanaustum. „Reykjavíkurborg á hrós skilið fyrir það alla hjólreiðastígana og bæjarfélögin sem nú fylgja eftir en það er verulegur munur á því að vera á þeim og á götunni þegar maður er kominn upp í keppnishraðann,“ segir Erlendur.

Spurður um hvort hann hafi ekki verið sár yfir því að missa af leiknum segir Erlendur það afstætt hvað teljist að sjá leikinn. „Ég fór út þegar leikurinn byrjaði en náði átta mínútum í lokin og náði að fagna sigrinum með öllum. Síðan sá ég mörkin í aukasýningu þannig ég vil meina að ég hafi séð allt sem skipti máli í leiknum.“

Erlendur skráði ferðina síðan í forritið Strava en nú hafa aðeins þrír hjólað hana þar sem að erfitt getur reynst að fara hana í umferðinni.

Ferðin í Strava 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert