Hlýr júnímánuður um nær allt land

Hlýtt var í veðri í júní og veðrið lék oft …
Hlýtt var í veðri í júní og veðrið lék oft við landsmenn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðalhiti í Reykjavík var 10,9 stig í júnímánuði, 1,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og 0,7 ofan meðallags síðustu tíu ára.

Meðalhiti á Akureyri var 11,8 stig, 2,7 stigum ofan meðaltals 1961 til 1990 og 1,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tíð var hagstæð í júní, þurrkur háði sums staðar gróðri fram eftir mánuði – en þegar upp var staðið varð úrkoma nærri meðallagi. Mjög hlýtt var í mánuðinum um nær allt land, á hálendinu er þetta hlýjasti júní síðan mælingar hófust þar fyrir rúmri hálfri öld og um meginhluta landsins er mánuðurinn meðal þriggja til sjö hlýjustu júnímánaða frá upphafi mælinga. Sólskinsstundir voru venju fremur fáar suðvestanlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert