Neyslan 22 tonn á dag

Stór hluti neyslu erlendra ferðamanna hér er landbúnaðarafurðir.
Stór hluti neyslu erlendra ferðamanna hér er landbúnaðarafurðir. mbl.is/RAX

Talið er að neysla erlendra ferðamanna hérlendis á innlendri matvöru á þessu ári nemi um 22 tonnum á dag eða sléttfullum 40 feta gámi.

Sumarilmur, samstarf Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka bænda og fyrirtækja í landbúnaði, bendir ennfremur á í samantekt um málið að gjaldeyristekjur vegna þessara um 1,7 milljóna erlendra ferðamanna, séu 1,5 milljarðar á dag.

Ætla megi að stór hluti teknanna sé vegna kaupa á innlendri mat- og drykkjarvöru. Neyslan jafngildi því að Íslendingar væru 30 þúsundum fleiri en þeir eru í raun og veru, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert