Olíuhreinsun og eldur í gámi

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi dælubíl á vettvang í nótt þegar tilkynnt var um eld í gámi í Hafnarfirði. Málið reyndist minna umfangs en ætlað var en slökkt var í glæðum.

Þá var slökkvilið kallað á vettvang vegna umferðarslyss á Hringbraut um kl. 2 í nótt, en hreinsa þurfti upp olíu eftir að tveir fólksbílar lentu saman. Engin slys urðu á fólki.

Slökkviliðið sinnti einnig 35 sjúkraflutningum í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert