Pítsustaður rukkaði viðskiptavin um leigu

Gamla smiðjan, Lækjargötu.
Gamla smiðjan, Lækjargötu. Skjáskot/Google Maps

Skjáskot af samskiptum pítsustaðarins Gömlu smiðjunnar og viðskiptavinar sem fékk afgreidda ranga pöntun á dögunum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla síðan þeim var deilt á Facebook í gærkvöldi. Vel á þriðja hundrað manns hafa deilt færslunni.

Viðskiptavinurinn, Frank Arthur Blöndahl Cassata, sendi pítsustaðnum skilaboð þar sem hann sagðist hafa fengið aðrar pítsur en hann pantaði í hendurnar, og það eftir að hafa gefið fyrirtækinu „annan séns“. Gamla smiðjan svaraði ekki skilaboðunum og þurfti Frank að ítreka þau.

Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna...

Posted by Frank Arthur Blöndahl Cassata on 23 July 2016

„Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar,“ sagði þá í svari Gömlu smiðjunnar en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir heitir enginn aðili málsins Sighvatur. „Fyrst ég er með þig hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5,“ segir í svarinu.

Í fyrstu virðast samskiptin sniðug og e.t.v. frekar kaldhæðnisleg hjá Gömlu smiðjunni. Þegar rýnt er í kommentin við færslu Franks þar sem hann deilir skjáskotum af samskiptunum, má sjá að Gamla smiðjan og Frank eiga sér forsögu.

„Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgvötar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna,“ segir í einni athugasemd þess sem tjáir sig f.h. staðarins á Facebook.

Þegar Frank svaraði og sagðist alltaf láta vita þegar hann sækti pítsuna, en ekki þegar hann væri búinn að borða hana, spurði pítsustaðurinn hvort hann hefði þá bara verið að „benda á það 10 skipti í röð að þú hefðir fengið vitlausa pizzu?“ Einn facebooknotandi sagði af því tilefni Gömlu smiðjuna vera að dansa á landamærum gríns og staðarins þar sem fyrirtæki dæju. Aðrir notendur tóku margir í sama streng og hvöttu þann sem var á bak við lyklaborð pítsustaðarins hreinlega til að leggja það frá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert