121 tók þátt í Urriðavatnssundi

Urriðavatnssundið fór fram um helgina.
Urriðavatnssundið fór fram um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Alls tók 121 keppandi þátt í Urriðavatnssundi um helgina. Þar af voru 118 skráðir í Landvættasund, sem eru 2,5 kílómetrar. Alls luku 100 manns því sundi, eða 61 karl og 39 konur.

Þátttakendur í Urriðavatnssundi.
Þátttakendur í Urriðavatnssundi. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Pálsdóttir bar sigur úr býtum í kvennaflokki og Svavar Þór Guðmundsson vann í karlaflokki.

Sundgarparnir á fullri ferð.
Sundgarparnir á fullri ferð. Ljósmynd/Aðsend

Eiríkur Stefán Einarsson hlaut einnig viðurkenningu fyrir þátttöku, en hann er upphafsmaður Urriðavatnssundsins og hefur synt vatnið árlega í sjö ár, að því er kemur fram á Urridavatnssund.is.

Í heitum potti, eða öllu heldur björgunarbáti, að sundinu loknu.
Í heitum potti, eða öllu heldur björgunarbáti, að sundinu loknu. Ljósmynd/Aðsend


Forsvarsmenn sundsins vilja í tilkynningu koma á framfæri miklu þakklæti til fyrirtækja og einstaklinga sem gerðu þeim kleift að halda viðburðinn.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert