Leikjum í beinni fækkar úr 380 í 200

Gylfi Þór Sigurðsson er ein skærasta íþróttastjarna Íslendinga nú um …
Gylfi Þór Sigurðsson er ein skærasta íþróttastjarna Íslendinga nú um stundir. Sex leiktímar eru skipu- lagðir fyrir enska boltann í vetur, sem hefst formlega eftir rúmar tvær vikur. Einn leikur verður kl 15 á laugardegi. mbl.is/Golli

Eftir tvær vikur, eða 7. ágúst, hefst enska úrvalsdeildin í knattspyrnu þegar leikið verður um Góðgerðarskjöldin.

Sýningarréttur frá ensku deildinni var endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar með nýjum skilmálum. Samkvæmt þeim má Stöð 2 Sport ekki lengur sýna alla leiki á laugardögum klukkan 15 í beinni útsendingu heldur aðeins einn leik eins og allir aðrir rétthafar í Evrópu.

Hefur þetta í för með sér að leikjum í beinni útsendingu á sjónvarpsrásum 365 mun fækka úr 380 í 200, eða um tæpan helming, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert