Íbúum fjölgar í Garði

Ungmenni í Garði.
Ungmenni í Garði. Ljósmynd/ Aðsend

Íbúar í sveitarfélaginu Garði voru 1.480 samkvæmt bráðabirgðatölum hinn 18. júlí síðastliðinn en 1.425 um áramót. Um fjögurra prósenta fjölgun hefur því orðið í sveitarfélaginu sem eru mikil umskipti frá fyrri árum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. 

„Íbúar í Garði voru, þegar mest lét, 1.550 talsins árið 2009 en þeim fór fækkandi árin á eftir og voru 1.409 árið 2014. Mikill viðsnúningur hefur orðið síðan þá. Ef fram sækir sem horfir gæti íbúafjöldi í sveitarfélaginu orðið nálægt 1.500 í lok árs 2016.

Mikil sala hefur einnig verið á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu síðustu mánuði og munar þar mestu að Íbúðalánasjóður hefur selt mikið af þeim eignum sem voru í eigu sjóðsins. Þá hafa verktakar og aðrir aðilar selt eignir sem áður stóðu auðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert