Jón Þór vill aftur á þing

Jón Þór Ólafsson var þingmaður Pírata 2013 til 2015.
Jón Þór Ólafsson var þingmaður Pírata 2013 til 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Ólafsson býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Jón Þór varð þingmaður Pírata eftir að hann var kjör­inn á þing í kosn­ing­un­um 2013 en lét af þing­mennsku í fyrra eft­ir hálft kjör­tíma­bil. Ásta Helgadóttir tók þá sæti Jóns Þórs á þingi.

Í framboðslýsingu Jóns Þórs á heimasíðu Pírata kemur fram að stór þingflokkur muni hafa gagn af sér á þingi í fyrstu.

„Það er ekki nauðsynlegt, en minni tími tapast og fleiri tækifæri nýtast,“ segir í framboðslýsingunni.

Mbl.is ræddi við Jón Þór fyrr í mánuðinum og sagðist hann þá að vera að íhuga framboð.

„Ef þú þekk­ir ekki leik­regl­urn­ar á þingi þá tap­ast gríðarleg­ur tími og tæki­færi. Ég hef sagt að ef þetta verður stór þing­flokk­ur þá muni ég gefa kost á mér til þings, kannski bara í eitt ár. Ég held það taki ekki meira en ár að koma nýj­um þing­flokki inn í leik­regl­urn­ar,“ sagði Jón Þór þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert