Ferðamenn enn hvattir til að sýna aðgát

Múlakvísl. Myndin er úr safni.
Múlakvísl. Myndin er úr safni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mikið jökulvatn er í Bláfjallakvísl, sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er enn hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát, þar sem vöð yfir ána gætu verið varhugaverð. Þetta kemur fram í athugasemd sérfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir einnig að vatnshæð og rafleiðnimælingar við brú Múlakvíslar sýni aukinn leka jarðhitavatns undan Mýrdalsjökli. Tilkynningar hafa borist um brennisteinslykt á svæðinu vegna lekans.

Frétt mbl.is: Mikið vatn í Bláfjallakvísl

Athugasemdin var sett inn á vef Veðurstofunnar kl. 18 í gærkvöldi, en samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk í morgun er staðan óbreytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert