Hefðbundinn gangagröftur geti hafist seinni hluta í ágúst

Nýr vegur kemur frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum. Unnið er í …
Nýr vegur kemur frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum. Unnið er í fyllingum undir væntanlegan veg. Ljósmynd/Valgeir Bergmann

Enn stendur yfir gröftur í gegnum misgengissprungu við Fnjóskadalsstafn Vaðlaheiðarganga.

Vatnsleki hefur valdið töfum en Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, býst við því að hægt verði að hefja hefðbundinn ganga-gröft þeim megin ganganna seinni hluta ágústmánaðar.

Gangagröftur Eyjafjarðarmegin gengur á hinn bóginn sinn vanagang. Verktakar vinna einnig að því að byggja upp veg frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert