Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk

mbl.is/Kristinn

Tveir bræður hafa verið handteknir í Belgíu vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárás.

Mennirnir, sem heita Nourredine H og Hamza, voru handteknir eftir húsleitir í bænum Liege í Mons-héraði í landinu. Hvorki vopn né sprengiefni fundust við húsleitina.

Greint er frá þessu á vef BBC.

„Miðað við nýjustu upplýsingarnar eftir lögregluaðgerðir dagsins bendir allt til þess að hryðjuverkaárás í Belgíu hafi verið í burðarliðunum,“ segir í tilkynningu frá belgískum yfirvöldum í kjölfar handtökunnar.

Því er þó bætt við að handtökurnar tengjast ekki sprengingunum í Brussel fyrr áþessu ári.

Seinna í dag verða mennirnir leiddir fyrir dómara þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert