Einn gisti fangageymslu á Selfossi

Mörg mál og verkefni komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í nótt, flest tengd vímuefnanotkun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var nokkuð um líkamsárásir, ölvunarakstur og eignaspjöll, auk fíkniefnatengdra mála.

Einn gisti fangageymslu lögreglunnar á Selfossi fyrir ölvun og óspektir á almannafæri. Var hann fluttur þangað frá tjaldsvæðinu á Flúðum.

Í dag mun lögregla áfram halda úti öflugu eftirliti víðsvegar um umdæmið, líkt og í gær. Mun hún stöðva bíla og athuga ástand ökumanna víða, m.a. við Flúðir, Hvolsvöll og Selfoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert