Síðasti góðviðrisdagurinn í bili

Spáð er góðu veðri í dag.
Spáð er góðu veðri í dag. Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyrir björtum og hlýjum degi víða um land í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar. Hitastig ætti að vera í námunda við 20 gráður hér á höfuðborgarsvæðinu. Besta veðrið verður S-Vestanlands og á Austurlandi og er tilvalið að njóta blíðunnar þar sem bæði á að kólna og fara að rigna á næstunni. 

Spá Veðurstofunnar: Austan 8-13 og dálítil rigning syðst og SA-til annars austlæg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum en þokuloft við norðurströndina og stöku síðdegisskúrir vestanlands. Rigning A- og SA-lands á morgun, en skúraveður SV-til og yfirleitt þurrt um landið norðanvert. Hiti 10 til 19 stig.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert