Forseti sendir samúðarkveðju

Jarðskjálftinn var upp á 6,2 og er þegar vitað að …
Jarðskjálftinn var upp á 6,2 og er þegar vitað að 247 manns hafi látist. AFP

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til forseta Ítalíu í tilefni af hinum mannskæðu jarðskjálftum í landinu. Segir forsetinn að myndin af bænum Amatrice, sem nú markist af sorg og rústum muni lifa í minningu Íslendinga.

Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að forsetinn segi að þessar hörmungar minni okkur öll á ofurkraft náttúruafla en jafnframt á þau gildi sem birtist í framgöngu sjálfboðaliða og björgunarsveita sem komi nú fórnarlömbum til hjálpar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert