Þoka og kólnandi veður

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Það er hæg breytileg átt og allvíða þokuloft framan af degi. Meðal annars er þoka yfir höfuðborgarsvæðinu og fremur kalt í veðri.

Skýjað með köflum og skúrir eftir hádegi, einkum í innsveitum. Norðaustan 5-10 m/s á morgun og súld eða dálítil rigning, en hægari vindur sunnan til á landinu og skúrir. Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Á föstudag:

Norðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning, en hægari vindur sunnan til á landinu og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast S-lands.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 á Vestfjörðum og annesjum nyrst á landinu. Skúrir eða rigning víða um land, hiti 8 til 14 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Hægviðri, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt. Rigning með köflum suðaustan- og austanlands, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið suðvestanvert.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert