Slökkvistarfi lokið í Hafnarfirði

Frá vinnslusvæði Furu fyrr í dag.
Frá vinnslusvæði Furu fyrr í dag. mbl.is/Þorgeir

Slökkvistarfi á svæði málmendurvinnslustöðvarinnar Furu við Hringhellu í Hafnarfirði er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Fimm menn voru þar að störfum ásamt einum dælubíl frá því rétt fyrir klukkan sex í dag.

Loks náðist að slökkva í öllum glæðum um klukkan korter fyrir níu nú í kvöld og tók slökkvistarfið því um þrjá tíma. Líkt og fram kom í frétt mbl.is fyrr í dag er talið að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert