Annasamur sunnudagur lögreglu

Klukkan 11 í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um ungan mann í annarlegu ástandi við Smáralind. Maðurinn var ekki viðræðuhæfur og var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þá var maður handtekinn í annarlegu ástandi við Hringbraut kl. 15.45. Maðurinn var ósjálfbjarga vegna vímu og vistaður í fangageymslu.

Skömmu áður, eða um kl. 15.30 var ofurölvi maður handtekinn við Frakkastíg, þar sem hann var að valda ónæði. Hann var einnig vistaður í fangageymslu.

Kl. 11.26 var tilkynnt um slys í sundlaug en maður hafði dottið utan í skilti og fengið skurð á bakið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en lögregla komst ekki á vettvang vegna anna.

Um kl. 12.30 var bifreið stöðvuð við Vagnhöfða en ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur. Þá var tilkynnt um eignaspjöll/rúðubrot í Vættarskóla um kl. 13. Þrjár stórar rúður reyndust brotnar. Í hádeginu var einnig tilkynnt um innbrot í bílskúr við Snorrabraut, en þar var tveimur reiðhjólum stolið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert