Fjöldi mansalsmála til rannsóknar

Mansal er einn stærsti angi skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum.
Mansal er einn stærsti angi skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. AFP

Átta til níu mansalsmál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni síðasta mánuð. Flest þeirra mála sem koma inn á borð eru, að sögn Snorra Birgissonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarvæðinu, í ferðaþjónustu-, bygginga- eða veitingageiranum.

Þó er eitt málið sem viðkemur au-pair. „Það sem hefur verið að breytast með aukinni fræðslu og umfjöllun í fjölmiðlum er að við erum að fá fleiri ábendingar en áður,“ segir Snorri. Hann segir að ábendingum sé ávallt fylgt eftir.

„Þetta eru kannski ekki allt mansalsmál sem slík en ábendingarnar koma vegna þess að fólk grunar að einhver einstaklingur, sem t.a.m. er frá landi utan EES, sé ekki að fá greidd laun, en í mörgum tilvikum er sú ekki raunin,“ segir Snorri á síðastu mánuði hafi verið skoðuð átta til níu tilfelli gaumgæfilega. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann alls ekki víst að öll þessi mál muni leiða til kæru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert