Fræðsla og skemmtun á Nýnemadögum HÍ

Tæplega þrjú þúsund nýnemar hefja nám í HÍ þetta haustið.
Tæplega þrjú þúsund nýnemar hefja nám í HÍ þetta haustið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haustönn hefst í dag í fjölda greina Háskóla Íslands og um leið fara Nýnemadagar af stað með fjölbreyttri dagskrá þar sem fræðsla og skemmtun munu ráða ríkjum út vikuna. 
  
Tæplega þrjú þúsund nýnemar hefja nám í HÍ þetta haustið. Þeirra á meðal eru tæplega sjötíu fyrsta árs nemar í íþrótta- og heilsufræði sem sækja nú nám í Reykjavík, en fyrr á árinu var ákveðið að flytja námið frá Laugarvatni til höfuðborgarinnar. Nemendur á öðru og þriðja ári verða hins vegar á Laugarvatni í vetur. 

Það kennir ýmissa grasa á Nýnemadögum sem standa yfir alla vikuna og í dag verður m.a. kynning á þeirri þjónustu sem nemendum stendur til boða í skólanum. Auk þess má nefna að Háskólakórinn verður með kynningu á morgun þriðjudag, Háskóladansinn með sýningu á miðvikudag og svo munu Cyber úr Reykjavíkurdætrum gera allt vitlaust á sviðinu á Háskólatorgi á fimmtudag, sama dag og árlegt fótboltamót Stúdentaráðs hefst á túninu fyrir framan Aðalbyggingu HÍ.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert