Kynlausir klefar verði í öllum laugum borgarinnar

Hressandi laugarvatn í Árbæjarlaug.
Hressandi laugarvatn í Árbæjarlaug. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Stefnt er að því að í öllum sundlaugum Reykjavíkur verði svokallaðir kynlausir klefar, þar sem einstaklingar geti haft klæðaskipti í sérstöku einkarými.

Þetta segir Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en á síðasta fundi ráðsins var tekið fyrir bréf frá mannréttindaskrifstofu borgarinnar þessa efnis.

Hann segir þrjár sundlaugar, Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug, þegar bjóða upp á einkaklefa, sem aðgengilegir séu þeim sem á þurfi að halda, hverjar svo sem ástæður þess kunni að vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert