Rigningu spáð í kvöld

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eftir nokkra rólega daga er útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu í kvöld. Ganga skilin yfir landið á morgun, þriðjudag, og vindur verður norðlægari. Á miðvikudag er minnkandi norðanátt og dálítil væta fyrir norðan og austan, en léttir til suðvestanlands. Fremur svalt nyrðra, en hiti gæti náð 15 stigum sunnan til, segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veður á mbl.is

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Hæg norðlæg eða breytileg átt og súld eða dálítil rigning A-lands, en annars skýjað með köflum. Vestlægari um hádegi og líkur á stöku skúrum NV-til um tíma, en léttir síðan til fyrir norðan og austan. Vaxandi austanátt og fer að rigna syðst á landinu seint í kvöld, norðaustan 8-15 og víða rigning í nótt, hvassast NV-til. Hægari S- og A-til seint á morgun og úrkomulítið SV-lands annað kvöld. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast SA-til í dag, en um landið SV-vert á morgun.

Á þriðjudag:
Austan og síðan norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Rigning um allt land og hiti 8 til 14 stig. Hægari S- og A-til um kvöldið.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Breytilegar áttir, lengst af hægar og skúrir af og til, en áfram milt veður.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt og rigningu SV-til um kvöldið. Áfram fremur milt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert