Stefnir í metár í sjúkraflugi

Útlit er fyrir að sjúkraflug slái öll met í ár.
Útlit er fyrir að sjúkraflug slái öll met í ár. mbl.is/RAX

Sjúkraflugferðum fjölgaði um 18% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og hafa aldrei fleiri ferðir verið flognar á þessum mánuðum ársins en nú.

Samkvæmt tölum sem Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, tók saman voru 404 tilvik sjúkraflugs samanborið við 343 á sama tíma í fyrra. Að sögn Hildigunnar má heilt yfir sjá merki um að flugferðum fjölgi hægt og bítandi ár frá ári.

Kippur varð milli áranna 2013 og 2014 þegar sjúkraflug til Vestmannaeyja hófst, að því er fram kemur í Vikudegi, en þá fór fjöldinn úr 457 flugferðum á einu ári í 537 ferðir. „Aldrei hafa verið fleiri flugferðir og það er ákveðinn stígandi í þessu. Það kom reyndar mikið stökk milli 2013 og 2014, en þá voru tilvikin talsvert færri. Það er alveg ljóst að ef þetta heldur svona áfram er þetta metár í fjölda flugferða,“ segir Hildigunnur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert