Selja 3.000 miða á leikinn

3.000 miðar verða seldir á leik Íslands og Finnlands en miðasalan hefst á midi.is kl. 12. 1.800 miðar hafa þegar verið seldir í formi mótsmiða og fá gestirnir 1.000 miða. Laugardalsvöllur tekur tæplega tíu þúsund manns í sæti. 

Aðrir miðar fara til samstarfsaðila KSÍ, UEFA, FIFA, fjölmiðla, sjónvarpsrétthafa og dómara. Boðsmiðar eru 500 talsins, þar með taldir miðar til dómara og skírteinishafa. 

Miðasala á fyrsta heima­leik ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu í undan­keppni HM 2018 hefst kl. 12 í dag.

Um er að ræða leik Íslands og Finn­lands á Laug­ar­dals­velli fimmtu­dags­kvöldið 6. októ­ber. Þetta verður ann­ar leik­ur Íslands í undan­keppn­inni en sá fyrsti er gegn Úkraínu ytra á mánu­dags­kvöld.

Miðasal­an fer fram á midi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert