Dómarafélagið óskar eftir fundi með ráðamönnum vegna ástandsins í Tyrklandi

Ólga ríkir í Tyrklandi í kjölfar tilraunar til valdaráns í …
Ólga ríkir í Tyrklandi í kjölfar tilraunar til valdaráns í síðasta mánuði. AFP

Dómarafélag Íslands hefur sent bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, Ólafar Nordal innanríkisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra þar sem ráðherrarnir eru hvattir til þess að beita sér gegn „hreinsunum“ dómara í tyrknesku dómskerfi.

Þar hefur meðal annars 3.500 dómurum verið vikið úr starfi og um helmingi þeirra varpað í fangelsi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum vegna ástandsins. „Það má segja að öll evrópsk dómarafélög hafi sett fram þrýsting á stjórnvöld og alþjóðasamtök dómara hafa beint þeim tilmælum til sinna aðildarfélaga að láta sína rödd heyrast,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert