Eldsvoði í Dugguvogi

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Dugguvogi 23 um kl. 22.44 í kvöld, þar sem mikill eldur hafði komið upp í prentfyrirtæki. Í húsnæðinu sem um ræðir eru bæði íbúðir og fyrirtæki.

Þegar komið var á staðinn stóðu logar út um glugga en greiðlega gekk að ráða að niðurlögum eldsins. Eru slökkviliðsmenn nú á leið til baka en samkvæmt upplýsingum er ekki talið að fylgjast þurfi með húsnæðinu í nótt.

Enginn var inni þegar eldurinn kom upp en ljóst að tjónið er mikið. Framhald málsins er nú í höndum lögreglu og tryggingafélags eiganda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert