Tveir sviptir ökuréttindum á staðnum

Þrettán voru teknir fyrir hraðakstur á Suðrulandi í dag.
Þrettán voru teknir fyrir hraðakstur á Suðrulandi í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þrettán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandi í dag. Tveir voru sviptir ökuréttindum á staðnum, en annar var á 169 kílómetra hraða og hinn á 154 kílómetra hraða.

Ökumaðurinn sem tekinn var á 169 kílómetra hraða klukkan 10.40 í morgun er af erlendu bergi brotinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er stór hluti af þeim sem höfð eru afskipti af vegna hraðaksturs erlendir ferðamenn. Þeir ökumenn sem sviptir eru réttindum hér á landi geta einnig verið sviptir réttindunum í heimalandinu ef þeir búa á Norðurlöndunum.

Lögreglan segir margar bílaleigur hafa spjöld í bílunum þar sem hámarkshraði á Íslandi er kynntur ítarlega. Engu að síður reyni menn að afsaka sig með því að þeir hafi ekki vitað hver hámarkshraðinn er hér á landi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert