Forsetinn bar kyndil friðar

Guðni forseti leiðir heiðurshring eftir Hjartadagshlaupið í dag.
Guðni forseti leiðir heiðurshring eftir Hjartadagshlaupið í dag. ljósmynd/Friðarhlaupið

Guðni Th. Jóhannesson forseti leiddi hlaupara í heiðurshring með kyndil Sri Chimnoy-heimseiningarfriðarhlaupsins á Kópavogsvelli í dag. Hringurinn var farinn eftir Hjartadagshlaupið sem fór fram í dag og forsetinn tók þátt í.

Tilefnið var fyrsta heimsókn Sri Chinmoy-heimseiningarfriðarhlaupsins til Grænlands en á morgun munu íslenskir þingmenn afhenda Grænlendingum friðarkyndilinn, að því er segir í tilkynningu frá friðarhlaupinu.

Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem kennt er við stofnandann Sri Chinmoy. Tilgangur þess er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert