Olli hneykslan vegfarenda

mbl.is/Þórður

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um hálfþrjúleytið í dag tilkynning um karlmann í annarlegu ástandi í miðborginni. Maðurinn var búinn að koma sér fyrir inni í bifreið eftir að hafa brotið rúðu bílsins til að komast þar inn. Í ljós kom að maðurinn var eigandi bílsins en var ekki með bíllyklana á sér þar sem þeir höfðu verið teknir af honum fyrir nokkru.

Ljóst var að maðurinn væri ekki hæfur til að vera á almannafæri sökum ástands síns, auk þess sem „hann olli talsverðri hneykslan fólks sem leið átti hjá,“ að því er segir í dagbók lögreglu.

Var maðurinn því handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til hægt yrði að ræða við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert